Símasáttmáli HLÍÐARSKÓLA
Símasáttmáli Hlíðarskóla
Skólaárið 2021-2022
- Við erum sammála um að það megi koma með farsíma og snjalltæki í skólann en á skólatíma eiga þau að vera í símakassa eða í skólatöskunni í kennslustofunni og slökkt (öll hljóð og titringur) á þeim nema kennari leyfi annað.
- Nemendur bera sjálfir ábyrgð á tækjum í persónulegri eigu sem þeir koma með í skólann.
- Við erum sammála um að við notum matmálstíma og frímínútur til samtala, samveru og leikja.
- Við erum sammála um að síma og snjalltæki er hægt að nota til afþreyingar í skólabílnum til og frá skólanum og í öðrum ferðum í samráði við starfsfólk.
- Við erum sammála um að það er með öllu óheimilt að taka upp hljóð, myndir eða myndbönd á hvers konar rafeindatæki án leyfis starfsfólks og viðkomandi.
- Við erum sammála um að þegar ekki er farið eftir þessum sáttmála þá afhendi nemandi starfsmanni skólans símann/snjalltækið. Atvikið er tilkynnt foreldrum og skráð. Foreldrar geta sótt símann/tækið í skólann að loknum skóladegi.