Skólasetning 2018

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda Hlíðarskóla.

Þá er komið að byrjun nýs skólaárs en það hefst formlega með skólasetningu þriðjudaginn 21.08.2018 kl. 13.00

Allir nemendur koma á sama tíma og mun skólastjóri hafa nokkur orð í byrjun en síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennara í stofurnar þar sem farið verður m.a. í stundartöflur og rútuhringinn og tímasetningar tengdar honum.
Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 22.08.2018.