Skólasetning Hlíðarskóla

Hliðarskóli verður settur fimmtudaginn 22. klukkan 10:00 í matsal skólans.

Nemendur fá stundatöflur sínar og tímaáætlun skólabílsins, ásamt því að símafrí grunnskóa Akureyrarbæjar verður kynnt.

Skólastjóri sendir tölvupóst með frekari upplýsingum til foreldra.

Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar

Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar mun taka í gildi í ágúst 2024. Í sáttmálanum felst eftirfarandi:

  • Í grunnskólum Akureyrarbæjar skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leið milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar.
    • Þetta á einnig við önnur snjalltæki sem trufla kennslu og einbeitingu (t.d. snjallúr)
  • Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum.
  • Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
  • Komi nemendur með síma í skólann, þá skulu nemendur setja símana í geymslu í læstum skápum. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.

Undantekningar

  • Símafrí nær ekki til skólaferðalags nemenda við lok 10. bekkjar. Hver skóli ber ábyrgð á því hvernig þeim reglum skuli hagað í samráði við áfangastað.
  • Nemendur sem þurfa á síma að halda v. heilsufarslegra ástæðna (t.d. vegna sykursýkismælinga) er leyfilegt að hafa síma á sér, en aðeins til notkunar í þeim tilgangi.

Viðbrögð við notkun síma í leyfisleysi

Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að:

A. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.

B. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

Við Ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.

 Í símalausu skólastarfi notar starfsfólk ekki síma sína á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.

Skólasetning 2018

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda Hlíðarskóla.

Þá er komið að byrjun nýs skólaárs en það hefst formlega með skólasetningu þriðjudaginn 21.08.2018 kl. 13.00

Allir nemendur koma á sama tíma og mun skólastjóri hafa nokkur orð í byrjun en síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennara í stofurnar þar sem farið verður m.a. í stundartöflur og rútuhringinn og tímasetningar tengdar honum.
Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 22.08.2018.

Viðurkenning fræðsluráðs Akureyrarbæjar

Í dag boðaði fræðsluráð Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta var í níunda sinn sem fræðslusvið stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Það er gaman að segja frá því að Ásbjörn Garðar nemandi í 5.bekk hlaut viðurkenningu fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.

Innilega til hamingju með viðurkenninguna Ásbjörn.