Vond veðurspá

Tilkynning frá fræðslustjóra:

Að höfðu samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða á grundvelli veðurspár fyrir morgundaginn. Fólk er beðið um að fylgjast með heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar ef til þess kemur að röskun verði á skólahaldi.