Fréttir frá Hlíðarskóla.


Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu þá munu markmiðs og foreldrafundir fara rafrænt fram í gegnum Teams. Í dag voru fyrstu rafrænu markmiðsfundirnir og gengu þeir mjög vel. Foreldrar fá fundarboð frá Maríu fjölskylduráðgjafa með tölvupósti. Til þess að þetta gangi þarf að hlaða niður Teams „appi“ í síma eða í tölvu ?
Búið er að ráða starfsmann í staðinn fyrir Gunnar Smára, en hann heitir Anton Björn Christensen og byrjaði hann í morgun, við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn.
Eins og komið hefur fram áður er starfsdagur í Hlíðarskóla 21.10. og haustfrí 23.10 -24.10. Nemendur koma aftur í skólann mánudaginn 26.10.
María Hensley

Skólasetning 2020

Skôlasetning skólaársins 2020-2021 verður mánudaginn 24. ágúst í sal Víkurhússins. Hver hópur kemur sér, fyrsti kl. 9, næsti kl. 10, þriðji kl. 11 og fjórði hópurinn kemur kl. 13. Nánari upplýsingar eru í tölvupóstinum sem sendur var í síðustu viku.

Nýjustu fréttir v. Covid-19

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.

1 2 3 4