Framundan

Þá er enn ein vikan að hefjast hérna hjá okkur í Hlíðarskóla eftir vel heppnaðan hrekkjavökudag föstudaginn seinasta.

Draugahúsið var einstaklega vel heppnað og höfðu krakkarnir gaman af. Við spiluðum líka bingo og var spennan oft mikil þegar margir áttu bara nokkrar tölur eftir. Við enduðum síðan daginn á að horfa á hrekkjavökumynd og poppuðum fyrir nemendur.

Þessi vika verður með hefðbundnu sniði en mánudaginn 8.nóvember að þá er baráttudagur gegn einelti og mun dagurinn hjá okkur að mestu snúast um það.

Við munum fjalla um einelti á margskonar hátt og frá mörgum hliðum. Hlökkum við mikið til þeirrar vinnu enda mjög mikilvægt málefni að vinna með.

Núna á næstu dögum mun ég senda á alla foreldra og óska eftir aðila í skólaráð. Þetta verður ekki mikil kvöð á foreldra en reiknað er með að funda einu sinni á önn en oftar ef þörf er á.

Með von um frábæra viku.

kv. Valdimar

Skólastjóri Hlíðarskóla.