Vikan-Dagur eineltis

Þá er enn ein vikan að renna sitt skeið.

Á mánudaginn 8.nóvember var uppbrotsdagur hjá okkur þar sem unnið var með einelti á margskonar þátt. Dagurinn gekk vel og unnu nemendur vel og á fjölbreyttan þátt.

Við höfum stofnað Tiktok aðgang fyrir skólann og heitir hann Hlíðarskóli Akureyri. Við ætlum að reyna að vera dugleg að setja inn efni þarna og nú þegar er komið frá „degi eineltis“ sem var s.l. mánudag.

Í næstu viku nánar þriðjudaginn 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þá verður unnið með tungumálið okkar og verður gaman að sýna ykkur afraksturinn af þeirri vinnu. Einnig munum við vinna með barnasóttmálann í lok vikunnar.

Góða helgi.