Tvísýnt með veður á morgun 7.2.2022

Það er appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn og því mikilvægt að foreldrar kynni sér ferlið þegar tvísýnt er með skólahald.

Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með veðri og færð. Ef þeir treysta börnum sínum ekki í skólann er óskað eftir því að þeir hringi og láti vita. Síminn í skólanum er 414-7980. Í einstaka tilfellum er skólahaldi aflýst og kemur þá tilkynning um það á Rás2 að morgni ásamt því að tilkynning verður birt hér á heimasíðunni. Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt foreldra/forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skólann.

1.      Meginreglan er sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki á ferli.

2.      Ef skólahald fellur niður þá sendir skóladeild tilkynningu þess efnis á RÚV og Bylgjuna fyrir kl. 7.00 að morgni.

3.       Öllum skólum ber að setja tilkynningu á heimasíðu í þeim tilfellum sem tvísýnt er með veður og færð eða þegar skólahald er fellt niður. Einnig skulu skólar senda út póst í Mentor með sömu tilkynningu.

4.       Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt foreldra/ forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skóla.

5.       Ef skólahaldi er ekki aflýst er tryggt að starfsfólk sé til staðar á auglýstum skólatíma í öllum skólum. Börn sem koma í skólann eru ekki send heim áður en skólatíma lýkur.