Hlaðvarp Hlíðarskóla

Við í Hlíðarskóla höfum verið að vinna í spennandi verkefnum undanfarið og langaði okkur að segja ykkur frá verkefni sem nemendur í stofu 3 hafa verið að vinna. Þau hafa mikinn áhuga á hlaðvörpum og við tókum það bara alla leið og gerðum okkar eigið hlaðvarp. Fyrsti viðmælandi hlaðvarpsins var Helgi Sæmundur annar meðlima Úlfur Úlfur en hann kom einnig í heimsókn í Hlíðarskóla og ræddi við nemendur um ferilinn, lífið og allt milli himins og jarðar.



Við viljum þakka Helga fyrir heimsóknina og fyrir að taka þátt í verkefninu með okkur.

Einnig viljum við þakka Podcast Studio Akureyrar fyrir alla hjálpina í tengslum við hlaðvarpið.

Að lokum vill skólinn þakka Oddný Þroskaþjálfanum okkar fyrir að leiða þetta verkefni og látið það verða að veruleika.

Hér er þátturinn: https://hlidarskoli.podbean.com/