Óvæntur morgunmatur og útivistardagur.

Í dag var óvæntur/óhefðbundinn morgunmatur hjá okkur í Hlíðarskóla. Boðið var upp á french toast, eggjahræru, bacon, ostastangir, bakaðar baunir og pylsur.
Krakkarnir voru flest öll í skýjunum yfir þessu uppbroti þó svo að einhverjir hefðu frekar viljað gamla góða hafragrautinn ?

Því miður gleymdist að taka myndir en við ætlum að reyna vera duglegri við það á næstunni ef það er tilefni til.

Á skóladagatalinu okkar stendur að við eigum útivistardag 16.mars. Sá dagur hefur verið færður til 24.mars og munum við hafa 28.mars til vara sé veður vont þann 24.mars. Nánari upplýsingar um daginn koma þegar nær dregur.