Nemendur völdu hádegismatinn


Í seinustu viku fengu nemendur að velja hvað væri í hádegismatinn.
Byrjað var að fá hugmyndir hvað ætti að vera í matinn og þegar það voru komnar nokkrar tilnefningar að þá var einvígi (head to head) milli máltíða. Það fór þannig fram að tvær máltíðir voru nefndar og áttu nemendur að velja á milli. Sú máltíð sem fékk fleiri atvkæði fór áfram en hin datt út. Svona var gert alveg þangað til að ein máltíð stóð eftir sem sigurvegari.
Sú máltið sem krakkarnir völdu var TACO en einnig var boðið upp á Tortilla kökur.


This image has an empty alt attribute; its file name is 275669726_651346666170480_1524229742401714489_n.jpg

Hér má sjá vaska menn taka sér stöðu að til að skammta matinn enda veitti ekki af slík var ásóknin í matinn og nemendur í skýjunum yfir þessu uppátæki. Ákveðið var í skólaráði að þetta skuli gert einu sinni á önn og einnig verði óvæntur öðruvísi morgunmatur einu sinni á önn.