Geðlestin kom í heimsókn 4.maí

Þann 4.maí kom geðlestin í heimsókn í Hlíðarskóla.
Geðlestin er geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Geðlestin er viðleitni til þess að færa kennurum verkfæri sem hægt er að nota við geðfræðslu á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar.
Í lokinn flutti MC Gauti tónlistaratriði og tóku nemendur og kennarar vel undir.

Kennarar og nemendur voru sammála um að heimsóknin hafi verið stórskemmtileg og frábært að fá svona heimsókn inn í skólastarfið.
Við í Hlíðarskóla viljum þakka Geðlestinni fyrir innlitið.