Lærdómur við heimsklassa aðstæður

Það eru fáir skólar sem geta státað sig af jafn fallegu umhverfi og Hlíðarskóli.
Það hafa komið fallegir og góðir dagar og þá nýtum við tækifærið og umhverfið til kennslu.

Á fyrri myndinni má sjá starfsfólk og nemendur virða fyrir sér fjóra Hnúfubaka sem léku listir sýnar í sjónum rétt fyrir utan Hlíðarskóla en það nálægt að hægt var að fylgjast vel með frá bæjarstæðinu.

Seinni myndin var tekin í gær og þá nýttum við daginn og hér má sjá nemendur í myndmennt hjá Óla. Það má segja að þarna sé verið að læra við heimsklassa aðstæður.