Bleikur dagur í Hlíðarskóla

Í dag föstudaginn 14.október var bleikur dagur í Hlíðarskóla.
Margir mættu í einhverju bleiku en það var alveg valfrjálst.
Boðið var upp á að fá bleikt sprey í hárið eða bleikt naglalakk fyrir þá sem vildu.
Í morgunmatnum var hefðbundin morgunmatur en með köku í eftirrétt með fallegu bleiku skrauti ásamt bleikum djús í tilefni dagsins.

Yndislegur dagur með okkar nemendum og förum við svo sannarlega ánægð inn í helgina.
Hérna koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgunmatnum.