BBQ rif og franskar

Miðvikudagurinn 19.október réðu nemendur hvað var í matinn. Fyrir valinu varð BBQ rif og franskar.

Gríðarleg ánægja var með þetta uppbrot í skólanum og hafði einn nemandi orð á því að líklega væri Styrmir besti kokkur í heimi.

Það var gaman að geta komið til móts við okkar frábæru nemendur og munum við gera þetta aftur á næstu önn.

Hér koma nokkrar myndir frá hádeginu.