Vikan 24-28. október.

Jæja þá er enn ein vikan runnin sitt skeið og óhætt að segja að vikan hafi gengið nokkuð vel fyrir sig.

Ýmislegt hefur verið gert t.d. í gær vorum við með valtíma tengdu Halloween föndri og skemmtu nemendur sér konunglega. Skólinn keypti síðan fjögur grasker og fékk hver stofa eitt til þess að skera út og gera eftir sínu höfði.

Starfsfólk hefur verið í óða önn að græja drauga hús fyrir mánudaginn sem verður síðan partur af Halloween deginum okkar. Einnig ætlum við að spila Bingó og gera margt skemmtilegt í tilefni dagsins.
Látum nokkrar myndir fylgja frá vikunni sem er að líða.