Jólagluggamálun

í síðustu viku fóru nemendur úr Hlíðarskóla tvær ferðir, á mánudegi og fimmtudegi, í Pennann Eymundsson til að mála glugga þar. Síðustu 14-15 ár hefur Hlíðarskóli verið í samstarfi við Pennan Eymundsson að skreyta glugga þar fyrir jólin og hefur Ólafur Sveinsson, mynd- og handmenntakennari Hlíðarskóla, staðið fyrir og stýrt verkefninu. Í ár urðu íslensku jólasveinarnir fyrir valinu og fengu Gríla og Leppalúði að fylgja með, ásamt jólakettinum. Við gerð þeirra var horft til ýmissa fyrri túlkana á þeim félögum, svo sem MS jólasveina og annara. Allar myndirnar eru gerðar fríhendis útí skóla á maskínupappír. Myndirnar voru svo límdar utan á gluggana og málaðar/litaðar með Posca-pennum á gluggana, teknar í gegn á glerið.

Þeir Nemendur sem unni verkið eru:

  • Axel Dusan Þorgeirsson                                 
  • Aron Máni Björnsson                                  
  • Ágúst Hrafn Árnason                                    
  • Egill Ingimar Þórarinsson                      
  • Héðinn Dagur Bjarnason                           
  • Logi Már Ragnarsson
  • Sigurður Elí Ólafsson

Aðrir höfundar mynda:

  • Auðunn Frans Auðunsson
  • Hartmann Logi Stefaníuson
  • Þórhallur Darri Sigurjónsson
  • Matthías Óli Hinriksson

Við vonum að sem flestir fari og sjái skreytingarnar í Pennanum.

Að lokum læt ég fylgja kveðju af því plaggi sem fylgir með myndunum.

Takk fyrir okkur. Megið þið njóta skammdegisins og hátíðana er þær upp renna.

Ólafur Sveinsson