Þessa vikuna fagna börn landsins bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Hér í Hlíðarskóla héldum við uppá bolludaginn með fiskibollur í aðalrétt og rjómabollur í eftirrétt. Þar sem starfsdagur er á öskudegi, héldum við uppá öskudaginn og sprengidag saman. Fyrir hádegi fengu börnin að ganga á milli stöðva og syngja, og fengu nammi að launum. Í hádeginu var svo náttúrulega saltkjöt í baunsúpu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af því sem gekk um ganga skólans fyrir hádegi (og ein bollumynd).
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni íþrótta- og Ólympíusambands íslands sem höfðar til allra aldurhópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Tekið af síðu Líflshlaupsins.
Starfsmenn Hlíðarskóla tóku vissulega þátt í lífshlaupinu og hélt Hlíðarskóli sína eigin Lífshlaupskeppni fyrir nemendur, þar sem veitt var verðlaun fyrir þrjú efstu nemendasætin og sér verðlaun fyrir þá stofu sem náði hæðst. Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum.
Stofa 1, sem vann stofukeppnina, ásamt umsjónakennara.Nemandi í fyrsta sæti, ásamt umsjónakennara.Efstu þrír nemendurnir. Hér tekur kennaranemi, Anton Björn Christensen, við verðlaunum fyrir hönd nemanda í öðru sæti.
Fimmtudaginn 9. febrúar fór Hlíðarskóli upp í Hlíðarfjall á útivistadegi. Fóru nemendur þar á skíði, bretti og sleða niður brekkurnar. Gerðum okkur svo hlýlega stund með heitu kakó og grilluðum samlokum.
Hlíðarskóli fékk úthlutað styrk frá Norðurorku 26. janúar sl. og erum við afskaplega þakklát.
Alls bárust 125 umsóknir og var Hlíðarskóli einn af 58 verkefnum sem fengu styrk.
Hlíðarskóli er eini sérskóli Akureyrarbæjar og leggjum við mikla áherslu á að nemendur okkar fá kennslu sem byggir á fjölbreytni og tekur tillit til mismunandi þarfa nemenda okkar. Við munum því nota styrkinn til kaupa á búnaði til kennslu og sköpunar sem fylgir ekki hefðbundnu skólastarfi
í síðustu viku fóru nemendur úr Hlíðarskóla tvær ferðir, á mánudegi og fimmtudegi, í Pennann Eymundsson til að mála glugga þar. Síðustu 14-15 ár hefur Hlíðarskóli verið í samstarfi við Pennan Eymundsson að skreyta glugga þar fyrir jólin og hefur Ólafur Sveinsson, mynd- og handmenntakennari Hlíðarskóla, staðið fyrir og stýrt verkefninu. Í ár urðu íslensku jólasveinarnir fyrir valinu og fengu Gríla og Leppalúði að fylgja með, ásamt jólakettinum. Við gerð þeirra var horft til ýmissa fyrri túlkana á þeim félögum, svo sem MS jólasveina og annara. Allar myndirnar eru gerðar fríhendis útí skóla á maskínupappír. Myndirnar voru svo límdar utan á gluggana og málaðar/litaðar með Posca-pennum á gluggana, teknar í gegn á glerið.