Árshátíð! (og 1. maí hlaup)

Föstudaginn 28. apríl hélt skólinn uppá árshátíð sína. Til að fagna deginum voru nemendur búnir að æfa leikritið Kardemommu­bærinn og fluttu það fyrir gesti eftir hádegi á föstudaginn. Einnig voru sýndir „scetchar“ og staffagrín. Viðbrögð allra voru yndisleg, enda mikið til að hafa gaman af. Deginum lauk svo með veitingum og kveðjum. Hér fyrir neðan er myndaalbúm af deginum. Einnig má nefna að 55% nemenda mættu og tóku þátt í fyrsta maí hlaupinu og var okkar skóli hlutfallslega með bestu mætingu allra skóla sem tóku þátt. Við erum ekkert smá stolt af okkar nemendum og þökkum fyrir stuðninginn, bæði í kringum árshátíðina og 1. maí hlaupið.