Þemadagar 2024

Þemadagar í ár (myndir í hlekki) voru haldnir þriðjudaginn 14. maí og miðvikudaginn 15. maí. Þemað þetta skiptið var hafið og höfðu bæði nemendur og starfsmenn ótrúlega gaman af.

Á þriðjudeginum byrjaði eldri deildin á að fara Hauganes fram að hádegi þar sem var farið í pottana og vaðið í sjóinn á meðan yngri deildin fór í fjöruna hjá okkur og týndi þar bæði rusl og ýmislegt áhugavert sem hægt var að smíða úr og föndra eins og sést á mynd hér að ofan. Eftir hádegi fóru allir í vinnusmiðjur þar sem hægt var að fara í skartgripagerð, listaverkagerð (mynd að ofan) og teikna myndir tengdar hafinu.

Miðvikudagur byrjaði eins nema yngri skelltu sér í pottana á Hauganesi og eldri fóru í fjöruna hér í Skjaldarvík. Eftir hádegi var svo hin árlega og æsispennandi bátakeppni þar sem allir stóðu sig með prýði og bátarnir ótrúlega flottir. Í þriðja sæti þetta árið var hann Viktor Atli og fékk bronsið, Aron Máni hneppti annað sætið og silfrið en í fyrsta sæti var Jónas Perez ásamt því að fá verðlaun fyrir frumlegasta bátinn (KFC kjúklingaleggur).