Áætlun um lýðræðislega aðkomu nemenda að skólastarfinu í Hlíðarskóla

Lýðræði er skilgreint sem einn af sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá grunnskóla frá 2025. Í umfjöllun um lýðræði og mannréttindi í skólastarfi í ritröð um grunnþætti menntunar kemur fram að lýðræði sé mikilvægt á vettvangi skóla og að skólar þurfi að undirbúa börn undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Því þurfi þau að læra um slík samfélög og að í öllum starfsháttum þurfi að bera virðingu fyrir manngildum hvers og eins (Ólafur Páll Jónsson o.fl., 2012). 

Í Hlíðarskóla hafa nemendur ýmsar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Í upphafi hvers dags er gæðastund, þar sem nemendur sitja í heimastofu með umsjónarkennara og gefst þar tækifæri til að leggja fram og miðla eigin skoðunum og upplifunum á skólastarfinu. 

Í hverjum mánuði eru haldnir formlegir bekkjarfundir og haldin fundaskrár um þá. Þar gefst nemendum tækifæri til að koma málefnum sem þeir telja mikilvæg í umræðu og eiga sinn þátt í ákvörðunum sem teknar eru. Skólastjóri fær fundargerðir sendar og kemur málefnum sem liggja þungt á nemendum í farveg. 

Í skólaráðinu eiga sæti fulltrúar allra hópa skólasamfélagsins, þ.e. nemenda, foreldra, kennara, annarra starfsmanna og grenndarsamfélagsins, auk skólastjóra. Það er hlutverk þeirra sem starfa í ráðinu að taka þátt í samráði um stefnumörkun skólans og að móta sérkenni hans í samræmi við stefnu sveitar­­félagsins.Nemendur eiga tvo fulltrúa í skólaráði og fundar það reglulega yfir skólaárið. 

Nemendaráð er starfrækt og gefst nemendum tækifæri til að bjóða sig fram til setu í stjórn þess.  Hlutverk nemendaráðs er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð eiga einnig að gæta hagsmuna nemenda og hlutverk þeirra er að vera trúnaðarmenn samnemenda sinna. Skólinn gerir þá kröfu til stjórnar nemendaráðs að í því sitji ábyrgir nemendur, sem sýni af sér góða hegðun, stundi námið vel og hafi góða skólasókn.

Að hausti er haldið nemendaþing, er það haldið á degi mannréttinda barna. Markmið nemendaþings er að gefa nemendum tækifæri til að ræða sín á milli málefni sem snerta skólann, að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins. Þau fá þar tækifæri til að segja hvað þeim finnst og hvernig þau myndu vilja að hlutirnir yrðu. Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu og fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum auk þess sem nemendur fá tækifiri til að koma fram  með tillögur um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar.Nemendum er skipt í hópa þvert á aldur og fá hóparnir lista með atriðum sem þau taka afstöðu til. 

Dagur mannréttinda barna er haldinn 20. nóvember ár hvert og er hann helgaður vitundarvakningu og fræðslu um Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.

Á vorönn fá nemendur tækifæri til að hafa áhrif á það hvað verður í hádegismatinn í skólanum. 

 Í febrúar eru haldnar kosningar um málefni sem nemendum þykir skipta mestu máli í skólastarfinu. Hver bekkjardeild mótar hugmyndir og koma þeim á framfæri við alla nemendur og starfsfólk á framboðsfundum. Að loknum kynningum er efnt til kosninga innan skólans. Það framboð sem sigrar fær fund með skólastjóra þar sem þeim gefst tækifæri til að koma áherslum sínum og hugmyndum enn frekar á framfæri með það að markmiði að bæta skólastarfið og aðbúnað nemenda í skólanum. Sigurvegarar í kosningunum fá að auki að velja mat fyrir allan skólann einu sinni á haustönn. 

Fjórar kennslustundir í viku hverri eru valtímar. Allir nemendur fá að velja á milli 5 – 6 kennslustunda 

Lýðræðisleg aðkoma nemenda: Dagsetning:
GæðastundirAlla skóladaga
BekkjarfundirÍ fyrstu viku hvers mánaðar allt skólaárið. Niðurstöður kynntar stjórnendum
SkólaráðFundar tvisvar á vetri
NemendaráðReglulegir fundir yfir skólaárið
Nemendaþing20. Nóvember 2025
Kosningar á degi mannréttinda barnaFebrúar 2026
Nemendur velja hádegismatNóvember 2025
Nemendur velja hádegismatVorönn 2026