Þrettánda-brenna og öðruvísi morgunmatur.
Í dag kvöddum við jólin í enn eitt skiptið og vorum við með brennu í tilefni þess. Strax eftir hina hefðbundnu gæðastund var förinni heitið yfir í Skjaldargarð þar sem brennan fer alla jafna fram og gæðastundin þá framlengd, nema núna utandyra 🙂
![](https://hlidarskoli.is/wp-content/uploads/2023/01/323956026_493983976181849_6136257154487904063_n-768x1024.jpg)
![](https://hlidarskoli.is/wp-content/uploads/2023/01/324511032_837969337507663_2519125255553095388_n-1024x768.jpg)
Eftir brennuna fóru allir inn í matsal og fengu sér snemmbúin morgunverð sem var auk þess aðeins lengri en vanalega. Í þetta skiptið var boðið upp á ristað brauð með osti og marmelaði og heitt kakó, ásamt þessum hefðbundna morgunverði.
![](https://hlidarskoli.is/wp-content/uploads/2023/01/323701729_849361966340606_178090774521873210_n-768x1024.jpg)
![](https://hlidarskoli.is/wp-content/uploads/2023/01/323359310_1079868936745382_704947256218621436_n-768x1024.jpg)
Starfsmenn Hlíðarskóla vona að jólin og áramótin hafi verið þér og þínum ánægjuleg, og vonandi ber árið 2023 margt gott í skauti sér!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.