Réttindaskóli UNICEF

Réttindaskóli UNICEF er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að byggja upp skólasamfélag þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lagður til grundvallar í öllu starfi skólans. Með þátttöku í verkefninu leggjum við áherslu á að öll börn þekki réttindi sín, læri að bera virðingu fyrir réttindum annarra og öðlist færni til að standa vörð um eigin réttindi og annarra.

Vorið 2025 hóf Hlíðarskóli innleiðingarferli í átt að því að verða Réttindaskóli UNICEF. Skólinn er fyrsti sérskólinn á Íslandi til að hefja innleiðingu Réttindaskóla. Innleiðing Réttindaskóla UNICEF er ferli sem tekur 3-5 ár og byggir á eftirfarandi þáttum:

  1. Réttindaráð – Stofnað er réttindaráð með fulltrúum nemenda, starfsfólks og foreldra sem stýrir verkefninu
  2. Kortlagning – Núverandi staða skólastarfs er metin útfrá Barnasáttmálanum
  3. Þróunaráætlun – Gerð er áætlun um hvernig skólinn mun vinna með réttindi barna
  4. Innleiðing – Barnasáttmálinn er fléttaður inn í allt skólastarf og námsgreinar
  5. Mat – Reglulegt endurmat á framgangi verkefnisins

Hlutverk nemenda, starfsfólks og foreldra

Nemendur

  • Fá fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín
  • Taka virkan þátt í réttindaráði og verkefnum tengdum Barnasáttmálanum
  • Læra að tjá skoðanir sínar og virða skoðanir annarra

Starfsfólk

  • Fær þjálfun í að innleiða réttindamiðaða nálgun í kennslu
  • Styður nemendur í að þekkja og nýta réttindi sín
  • Sýnir í verki hvernig virða skal réttindi allra í skólasamfélaginu

Foreldrar

  • Fá fræðslu um Barnasáttmálann og réttindamiðaða nálgun
  • Eru hvattir til að styðja við verkefnið heima fyrir
  • Geta tekið þátt í réttindaráði og öðrum verkefnum tengdum innleiðingunni

Ávinningur verkefnisins

Reynsla annarra skóla sýnir að þátttaka í verkefninu leiðir til:

  • Betri skólabrags og aukinnar vellíðunar nemenda
  • Minni eineltis og ágreinings
  • Aukins lýðræðis og valdeflingar nemenda
  • Sterkari samvinnu milli heimila og skóla
  • Aukinnar meðvitundar um réttindi og ábyrgð aðila í skólasamfélaginu

Heimasíða Réttindaskóla unicef þar sem finna má frekari upplýsingar: https://www.unicef.is/hvad-er-rettindaskoli