Föndurdagur og gluggaskreytingar

Síðustu vikur hafa nemendur verið að undirbúa gluggaskreytingar og fimmtudaginn 28 nóvember var svo farið og málað þær í glugga Pennans Eymundssonar á Akureyri. Við getum með stolti sagt að Hlíðarskóli hefur hlotið þennan heiður að nærri óslitnu síðan 2008 að skreyta þessa glugga. Á hverju ári hafa nemendur verið okkur til sóma og gert myndir sem skólinn getur verið stoltur af.

Þeir nemendur sem ekki fóru í gluggaskreytingar fengu að skreyta stofuna sína og horfa á jólamynd fyrir hádegi. Eftir hádegi vorum við með jólaföndurdag og bauðst foreldrum/forráðamönnum og öðrum fjölskyldumeðlimum að koma og búa til ýmiskonar jólaskraut með börnunum sínum. Sló það heldur betur í gegn og var góð mæting. Við áttum virkilega huggulega stund með kakó og smákökum yfir skemmtilegu og fjölbreyttu föndri og viljum við þakka ykkur kærlega fyrir komuna.

Einhverjar myndir voru teknar í Pennanum og í jólaföndrinu og hægt er að finna þær hér.