Við skólann er starfandi fjölskylduráðgjafi sem hittir fjölskyldur allra nemenda skólans reglulega, eða á hálfsmánaðar fresti. Við teljum öflugt samstarf við fjölskyldur nemenda okkar vera forsenduna fyrir því að takist að gera breytingar á högum þeirra.
Það sem fram fer á foreldrafundum er eftirfarandi:
1. Að hausti er sett niður markmið með skólagöngu nemandans í Hlíðarskóla.
2. Við ákveðum í sameiningu hvernig við ætlum að fara að því að ná þeim markmiðum.
3. Við sameinumst um leiðir til breytinga á námslegri og félagslegri stöðu nemandans.
4. Við hittumst reglulega til þess að stappa stálinu í hvert annað og til þess að skiptast á skoðunum um það hvernig hefur gengið.
5. Um áramót er árangur skoðaður og framhaldið ákveðið.
6. Að vori er enn og aftur skoðaður árangur nemandans og ákveðið hvort hann verði áfram í skólanum eða hvort hann er tilbúinn til þess að fara aftur í almennan skóla.
Auk þessa samstarfs hafa umsjónakennararnir samráð við foreldra með þeim hætti að mæta á foreldrafund einu sinni í mánuði ásamt því að vera í tölvu- og/eða símsambandi hvenær sem ástæða þykir til. Yngstu nemendurnir eru sumir með samskiptabók fyrir dagleg samskipti.
Fjölskylduráðgjafi.