Skólahaldi aflýst á morgun mánudaginn 7.febrúar

Birtum hér tölvupóst sem var að berast og var einnig sendur á alla foreldra í gegnum mentor.


Skólahaldi aflýst

Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir.  Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir.

Ákvörðun sem þessi hefur ekki verið tekin áður með þessum hætti en í ljósi þess að búið er að hækka viðbúnaðarstig og helstu sérfræðingar tala fyrir slíkri ákvörðun er þá er hún tekin. Vonandi gengur veðrið yfir á fáum klukkutímum en þar sem reikna má með að það taki nokkra klukkutíma að opna helstu leiðir innanbæjar eftir að veðrinu slotar þá er ólíklegt að ferðafært verði á morgun.

Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.
Með kveðju,

Karl Frímannsson

sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar