Skólaráðsfundur 14,03,2022
Skólaráðsfundur Hlíðarskóla 14. mars 2022
Haldin í Skildi klukkan 12:40
Mættir: Valdimar, Bibbi, Lúkas, Sigríður. Alla og Anton eru veik.
1. Fjárhagsáætlun Hlíðarskóla.
Fjárhagsáætlun er ekki að fullu tilbúin en verður kynnt þegar hún er klár.
2. Skóladagatal 22/23.
Samþykkt einróma (með þeim breytingum sem bent var á varðandi talningu á gulum dögum.)
3. Útivistardagurinn 24. mars
Farið verður í Hlíðarfjall 24. mars en ef veður verður slæmt þá er 28. mars til vara. Verið er að safna upplýsingum um búnað, hvað vantar nemendur. Skólinn bjargar nemendum um þann búnað sem vantar. Skólinn mun skaffa nemendum nesti á útivistadeginum.
4. Árshátíð / vorleikar
Árshátíð / vorleikar verða haldnir föstudaginn 29. apríl. Byrjað verður bráðlega á að skipuleggja þennan dag. Undanfarin tvö ár hefur árshátíð fallið niður.
5. Erindi frá nemendum
Fá stærri sandkassa
Sandkassinn er kominn til Akureyrar og beðið er eftir því að hann verði settur niður þegar færi gefst.
Fá betri rólu og kastala úr timbri.
Farið verður með óskir um bætta aðstöðu á útisvæði í fasteignir Akureyrar. Útisvæðið þarf að bæta verulega, því er verulega ábótavant og ósk um rólu og kastala er í þeim pakka.
Getum við haft öðruvísi morgunmat einu sinni í mánuði
Búið er að semja um að hafa öðruvísi morgunmat einu sinni á önn. Stefnt að því að hafa það þegar allir nemendur eru mættir.
Einnig var samið um öðruvísi hádegismat einu sinni á önn. Miðað er við að það sé þegar starfsdagur á Iðavelli.
Getum við haft dótadag?
Samþykkt að hafa dótadag einu sinni á önn.
Er hægt að hafa gistinótt í skólanum?
Það er erfitt að bjóða upp á að gista en möguleiki á að hafa kvöldskemmtun fyrir bekkinn.
Er hægt fá að koma með frjálst nesti einu sinni á önn.
já. Það er góður möguleiki og verður skoðað hvenær hentar best.
Er möguleiki á að fá aðra körfu.
Rætt var um körfuboltavöllinn og ákveðið að kanna annars vegar að setja upp tvær körfur og völl og hins vegar að koma upp körfu í minni hæð fyrir yngri nemendur.
Þythokký eða poolborð í tölvustofu.
Þetta verður skoðað í samhengi við annað sem á að koma þar að.
Er hægt að koma upp vatnsvél?
Umræður og niðurstaðan er að hafa vatnskönnur í hverri stofu og glas merkt hverjum nemanda.
Gervigrasvöllur í stað fótboltavallar sem er fyrir. Allir skólar á Ak hafa svoleiðis nema Hlíðarskóli.
Ákveðið að fara fram á það við Akureyrarbæ að kanna hvort af þessu geti orðið.
Beiðni um að hafa leyfi fyrir því að hafa húfu inni.
Það eru kostir og gallar. Samþykkt var að hafa tilraunaverkefni fram að páskum að leyfa húfur í tímum, ekki í matsal, íþróttum eða sundi. Húfur sem eru blautar, illa lyktandi eða skítugar verða eftir í forstofu / fatahengi. Kennarar dæma um það hvort húfur séu hreinar og til þess fallnar að vera á höfði nemanda í tíma.
6. Önnur mál.
Engin önnur mál.
Næsti fundur mánudagur 9. maí klukkan 12:40.
Fundi slitið 13:40.