Snjallvagninn kom í heimsókn 27.04
Í gær kom snjallvagninn í heimsókn en þeir sinna fræðslu unglinga um stafræna borgaravitund og hegðun á netinu í samstarfi við Huawei. Fræðslan hefur farið fram á netinu hingað til en nú er loksins komið svigrúm til að mæta á staðinn og kynna efnið . Fræðslan er hönnuð af sérfræðingum Evrópuráðsins. Fræðslan hefur verið í höndum Lalla töframanns sem fræðir krakkana ásamt því að vera með skemmtun inn á milli. Fræðslan var gagnvirk þar sem krakkarnir svöruðu spurningum á snjalltækjunum sínum í fyrirlestrinum og fá niðurstöðu í lokin hvernig “netkarakter” þau eru.
Virkilega gaman að fá þau í okkar litla skóla og fjalla um mikilvægt málefni hvernig við hegðum okkur á netinu.