Vorleikar/Árshátíð Hlíðarskóla
Á föstudaginn 29.apríl fór fram vorleikar og árshátíð Hlíðarskóla 2022.
Fyrir hádegi var keppt í vorleikunum sem innihélt 18 keppnisgreinar/þrautir.
Þær þrautir voru:
1.Setja saman legó á tíma.
2. Halda kúlu á lofti með borðtennisspaða.
3.Olsen olsen keppni
4.Jenga
5.Pennalyftur.
6.Vísnaþraut.
7.Dans í haldi
8. Hver getur kastað frisbídisk lengst
9.Halda bolta á lofti og segja brandara.
10.Flöskuflipp.
11.Spilablástur
12.Hitta penna sem var bundinn við mann ofan í flösku.
13.Teikniþraut
14.Skjóta 10 skotum á körfu.
15. Ferja vatn í fötu með diskum.
16.Kubbur.
17.Crossfit.
18.Skóspark
Það er óhætt að segja að keppnin var æsispennandi og var virkilega mjótt á mununum.
Síðan var grillað pylsur í hádeginu og kl 13:00 komu foreldrar á Árshátíð.
Byrjuðum við á að spila Kahoot sem nemandi hafði samið og voru spurningarnar um starfsfólk Hlíðarskóla.
Yngri deildin sýndi myndband af þeim Bakkabræðrum (Gísla, Eirík og Helga) aldeilis glæsilegt hjá þeim og síðan var flutt myndband sem bar nafnið starfsmannagrín. Þar brugðu nemendur sér í gerfi starfsmanna og gerðu grín af þeim með stórskemmtilegum árangri. Buðum við síðan upp á veitingar og síðan spiluðu nemendur við foreldra sína uppáhalds spilin sín í skólanum.
Aldeilis frábær dagur hjá okkur og nemendur eiga stórt hrós skilið hversu duglegir og jákvæðir þeir voru allan daginn.
Hér má sjá nokkra nemendur reyna við teikniþrautina.