Þemadagar, bátakeppni og áheitahlaup
Það er óhætt að segja að það hafi verið nóg um að vera í Hlíðarskóla í seinustu viku. Við vorum með þemadaga 24-25.maí sem tókust ótrúlega vel en þemað var útivist og hreyfing. Fyrri daginn að þá fengum við að leika okkur á kayak og voru allir mjög ánægðir með það.
Eftir hádegið fór síðan fram hið árlega áheitahlaup Hlíðarskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og fór söfnunin fram úr björtustu vonum. Nemendur fengu að velja hvaða málefni yrði styrkt með ágóðanum úr hlaupinu og var félagið „Hetjurnar“ fyrir valinu en félagið aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi. Við erum ótrúlega stolt að segja frá því að nemendur okkar í Hlíðarskóla söfnuðu rúmlega 103 þúsund krónur sem rennur til þessa góða málefnis. Skólinn þakkar nemendum okkar sem hlupu hverja ferðina á fætur öðru til að safna sem mestum peningum. Einnig vill skólinn þakka þeim foreldrum sem styrktu hlaupið og starfsfólki Hlíðarskóla en hver einn og einasti starfsmaður styrkti hlaupið og af því erum við stolt. Hér fyrir neðan má sjá Valdimar skólastjóra Hlíðarskóla afhenda Dagný peninginn sem safnaðist en hún kom fyrir hönd Hetjanna.
Við byrjuðum seinni daginn hjá gólfklúbbnum Jaðri og reyndum fyrir okkur í golfi. Skemmtilegt sport og höfðu nemendur og starfsmenn gaman af.
Eftir hádegið fór fram hin árlega bátakeppni Hlíðarskóla. Allir nemendur höfðu smíðað báta og síðan er tímataka niður lækinn sem rennur í gegnum Skjaldarvíkurlandið. Keppnin var æsispennandi og mátti litlu muna þegar kom að efstu sætunum.
Yndislegir dagar að baki og við förum þakklát og glöð inn í seinustu viku skólaársins með okkar frábæru nemendum.