Á hálum ís
Strax eftir hádegismat gærdagsins fóru krakkarnir í rútu sem ferjaði allan hópinn í skautahöllina, en íþróttatími dagsins fór þar fram.
Íþróttatíminn stóð yfir í rúma klukkustund og skemmtu allir sér vel, nemendur jafnt sem starfsfólk. Allir nemendur tóku virkan þátt á svellinu og sýndu flott tilþrif, sérstaklega þeir reynslumeiri, en þó voru nokkrir reynslulitlir sem gáfu þeim reynslumeiri alls ekkert eftir!