Opinn skólaráðsfundur
Opinn skólaráðsfundur 27.02.2023
Mætt voru: Valdimar (skólastjóri), Ólafur (kennari), Anton (uppeldisfulltrúi) og Lilja (foreldri), fulltrúar nemenda voru báðir frá skóla þennan dag.
Ákveðið var að afgreiða skóladagatal fyrir 2023-2024 á fundinum þar sem skóladagatöl þurfa að berast fræðslu og lýðheilsusviði fyrir mánaðarmót. Farið var yfir skóladagatalið til að ganga úr skugga um að fjöldi daga væru réttir. Við yfirferð var ákveðið að leggja til að bæta við einum uppbrotsdegi. Þeir geta mest verið 10 talsins en eru 9 á því dagatali sem lagt var fyrir. Valdimar mun leggja tillöguna fyrir kennara á morgun þriðjudaginn 28.02.2023 og senda síðan á fræðslu og lýðheilsusvið að því loknu. Allir greiddu atkvæði með tillögunni.
Valdimar bar þá upp aðra tillögu. Þar sem vantaði báða nemendurna í skólaráðið að þá var lagt til að fresta þeim fundarefnum sem voru eftir á fundinum og boða nýjan fund við fyrsta tækifæri. Mikilvægt væri að nemendur í skólaráði myndu sitja fundinn þegar ræða ætti skólalóðina þar sem sterkt ákall hefur verið frá nemendum skólans að aðstaðan á útisvæðinu verði bætt.
Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum og mun Valdimar sjá um að boða nýjan fund við fyrsta tækifæri.
Fundi slitið í kjölfarið.