Mikill Mars

Margt búið að gera í gangi hjá okkur í mars mánuði. Ljósmyndakeppni, ljóðasmiðja, kökugerð, gluggamálun og margt annað skemmtilegt. Hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm frá þessum viðburðum okkar.

Ljósmyndakeppni:
Hlíðarskóli hélt ljósmyndakeppni þar sem nemendur fengu málshætti og áttu að túlka þá í myndaformi. Veittar voru medalíur fyrir bestu myndina, bestu túlkun og bestu seríuna. Myndaalbúm til vinstri sýnir málshætti og túlkun hópa og myndaalbúm til hægri sýnir myndir af verðlaunaafhendingu. Allir hópar fengu sleikjó í þáttökuverðlaun.

Gluggamálun í Eymundsson – Andrésar Andar leikarnir:
Síðustu vikur voru nemendur að vinna að því að undirbúa listaverk fyrir gluggamálun. Fimmtudaginn 30. mars fór síðan hópur nemenda ásamt Ólafi myndlistakennara í Pennan til að mála valin listaverk nemenda á gluggana.

Nemendur unnu að ljóðasmíði í mánuðinum, þar sem þau völdu sér dægurlag, prentuðu út textann og klipptu út orðin. Síðan áttu þau að semja sitt eigið ljóð úr þeim orðum sem þau klipptu út. Nemendur bökuðu skúffukökur í vali á fimmtudeginum 30. mars og voru nokkur ljóð valin af handahófi til að skreyta kökurnar.

Auðvitað var margt annað gert í mánuðinum sem ekki tókst að ná á mynd. Ljóðaföndirð sjálft, valtímar í skák var mjög vinsælt, sundleikfimi og sundleikir ásamt mörgu öðru sniðugu í öllum tímum skólans. Að lokum sendum við, Starfsfólk Hlíðarskóla, kærar páskakveðjur til allra.