Nemendaþing 11.maí
Þann 11.maí fór fram nemendaþing hér í Hlíðarskóla. Nemendum var skipt í 4 hópa þvert á aldur og var hverjum hóp skipaður borðstjóri sem var kennari. Borðstjórinn bar upp umræðuefnið og sá til þess að allir fengu jöfn tækifæri til þess að tjá þig. Borðstjóri sá einnig um að skrifa niður allt sem kom fram hjá hópunum. Tilgangurinn með nemendaþinginu var að gefa nemendum vettvang til að láta ljós skoðanir sýnar á hin ýmsu málefni tengdu skólastarfi Hlíðarskóla. Gögnunum verður síðan safnað saman, þau yfirfarin og notuð til að bæta skólastarf Hlíðarskóla. Við viljum þakka nemendum fyrir frábæra vinnu á nemendaþinginu og hlökkum til að hefjast handa að vinna úr þeim punktum sem komu fram til að efla og bæta skólastarfið.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af hópunum.