Göngudagurinn

Hinn árlegi göngudagur (sjá myndir hér) var haldin nú á mánudag og fengum við þetta frábæra veður.

Báðar deildir byrjuðu daginn á göngu niður í fjöru þar sem ýmislegt skemmtilegt var skoðað en við erum einstaklega lánsöm með fallega umhverfi hér í kring. Börnin fundu dauðan fisk, fullt af marflóm, skeljum, kuðunga og margt fleira áhugavert.

Þetta árið var svo breytt útaf vananum og ákveðið að labba Leirurnar og þaðan uppí Kjarnaskóg eftir morgunmat. Útsýnið var einstaklega fallegt og þótti mörgum áhugavert að skoða brýrnar ásamt öllu öðru í kring. Við vorum einnig svo heppin að sjá svanapar með 4 unga á einu vatninu upp við veginn. Uppí Kjarnaskógi biðu Zakir og Erla með grillaða hamborgara fyrir duglegu göngugarpana en eftir mat var skógurinn og leiktækin þar nýtt til hins fyllsta eins og sést á meðfylgjandi myndum.