Útikennsla

Í valtímum í haust hefur nemendum verið boðið upp á að velja útikennslu og hefur það mælst vel fyrir.

Nemendur hafa meðal annars verið að vinna að því að koma sér upp aðstöðu uppi í tréhúsi, sett upp hengirúm og nokkrar rólur auk þess sem vonir standa til að hægt verði að útbúa flotbryggju sem staðsett væri í sjónum hér í Skjaldarvíkinni.

Mikil og góð sköpun og óhætt að segja að krakkarnir hafi tekið vel til hendinni og lært heilan helling!