Árshátíð skólans

Árshátíð skólans fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Nemendur og starfsfólk skólans hafði staðið í ströngu í nokkurn tíma og undirbúið hreint frábær atriði sem þau sýndu á hátíðinni. Að þessu sinni var ákveðið að hver bekkur myndi skrifa handrit að stuttmynd sem krakkarnir svo myndu leika í, hanna búninga, taka upp og klippa. Yngstu nemendur skólans bjuggu að auki til tónlistina sem hljómaði í þeirra mynd!

Fjölskyldur nemenda komu svo og áttu góða stund með börnum sínum og starfsfólki og horfðu saman á samtals sex stuttmyndir, hlustuðu á tónlistaratriði og fengu kynningu á tónlistarnáminu sem hefur farið fram í vetur. Hátíðin endaði svo á svokölluðu starfsmannagríni. Hefð hefur skapast fyrir því að á hverri árshátíð fá nemendur að skrifa handrit að stuttmynd þar sem starfsmenn eru teknir fyrir, á kannski svolítið ýktan hátt en þó alltaf á léttum nótum.

Okkur langar til að þakka gestum hátíðarinnar kærlega fyrir komuna og nemendum og starfsfólkinu einnig fyrir afskaplega vel heppnuð atriði og góða skemmtun.

Myndir frá árshátíðinni má finna á þessari slóð: https://photos.app.goo.gl/TX3ksQxiTtYPbYen7