Heimsókn samfélagslöggunnar

Við fengum heldur betur skemmtilega heimsókn miðvikudaginn 9.apríl þar sem Hilmar lögregluþjónn kom í heimsókn til okkar. Hann spjallaði við krakkana auk þess sem þau spiluðu við hann körfubolta og fengu að grandskoða lögreglubílinn. Markmið samfélagslöggunnar er að auka samfélagslöggæslu og efla traust og tengsl við samfélagið.

Við þökkum löggunni kærlega fyrir komuna og hlökkum til frekara samstarfs.

Hér er hlekkur á myndir frá heimsókninni: https://photos.app.goo.gl/6j8JX6LVPUdVi2hp6