September

Þá er september liðinn og nýr mánuður tekinn við. Fyrsti mánuður vetrarins var fróðlegur, skemmtilegur og áhugaverður hér í Hlíðarskóla en mikið var um fjöruferðir enda erum við lukkuleg með stórbrotna náttúru í okkar nærumhverfi.

Góða veðrið er vel nýtt hér í skólanum þar sem við erum úti í frímínútum, bjóðum uppá mikla útikennslu og erum með útiíþróttir út september. Við tókum einn íþróttatíma í Kjarnaskógi og einn uppá Jaðarsvelli í gólfi sem heldur betur slógu í gegn. Í útikennslu hefur meðal annars verið poppað yfir eldi, grillað banana, unnir í tréhúsi, raða upp í eldstæði og farið í fótbolta. Fleiri myndir er hægt að skoða hér.
