Hrekkjavaka
Haldið var upp á hrekkjavöku með pompi og prakt í skólanum líkt og hefð hefur skapast fyrir undanfarin ár. Starfsfólk tók á móti nemendum í búningum og voru flestir nemendur í búningi sömu leiðis. Starfsfólk hafði lagt mikið á sig við að búa til “draugahús” í kjallaranum á gamla dvalarheimilinu. Þar mátti sjá drauga, nornir, skelfilega trúða og fleiri verur. Umhverfið í kjallaranum hentar einstaklega vel fyrir uppsetningu draugahúss og þökkum við Akureyrarbæ kærlega fyrir lánið á húsnæðinu. Að hausti er mikill spenningur í nemendum fyrir deginum og fær starfsfólk ófáar spurningar um það hvort það verði ekki örugglega draugahús á hrekkjavökunni.
Það var slíkt fjör að fáar myndir voru teknar en einhverjar fylgja hér með.
Fleiri myndir frá október má finna í þessu albúmi: https://photos.app.goo.gl/3gVkAceaWS9CQfRE9 Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur og hver stund nýtt til náms, úti og inni.



