Þemadagar Haust 2023

Miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. september voru þemadagar hjá okkur í Hlíðarskóla. Viðfangsefnið í ár var Afríka og voru nokkur lönd kynnt af fjórum hópum.

Hver hópur gerði kynningu um sitt eða sín lönd, sem fjölluðu um menningu, mat, nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta, ásamt kahoot spurningakeppni.

Einnig unnu hóparnir listaverk með sínum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega.

Myndaalbúm.