Kuldatíð
Vegna kulda var ekki farið í skólasund í dag. Þess í stað voru nemendur sem áttu að vera í sundi hér í skólanum og spiluðu spil og unnu verkefni.
Þar sem farið er að kólna úti og snjórinn kominn minnum við á mikilvægi þess að nemendur komi vel búin til útiveru. Allir nemendur fara út í frímínútur að minnsta kosti einu sinni á dag og mörg kjósa að fara í báðum frímínútum. Einnig er þónokkuð um að nám fari fram utandyra einnig svo það er mjög mikilvægt að vera í hlýjum skóm, í úlpu, snjóbuxum eða galla ásamt því að hafa húfu og vettlinga.