Sprengidagur/öskudagur

Í tilefni af öskudeginum mætti allt starfsfólk og margir nemendur í grímubúningi daginn fyrir öskudag. Nemendur fengu tækifæri á að ganga á milli skrifstofa og kennslustofa og syngja og fengu nammi að launum. Virkilega skemmtilegur dagur og gaman að brjóta upp skólastarfið með óhefðbundnum æfingum sem reyna á samvinnu, þor og efla félagsandann.

Smellið hér fyrir myndir frá deginum https://photos.app.goo.gl/KaPtUpD1gUcx93XZ9

Nemendur verða í vetrarfríi 5., 6. og 7. mars. Skóli hefst að loknu vetrarfríi mánudaginn 10.mars kl.8.15.