Jólaföndurdagur

Þá er desember gengin í garð með allri sinni spennu og gleði. Þann 1 desember var jólaföndurdagur hjá okkur í Hlíðarskóla sem var bæði notalegur og góður. Nokkrir nemendur byrjuðu daginn á að skreyta gluggana í Eymundsson á meðan aðrir voru í allskonar jólabrasi í skólanum.

Eftir hádegið var svo foreldrum/forráðamönnum og systkinum boðið að koma í skólann og föndra allskonar jólalegt með nemendum. Viljum við þakka ykkur kærlega fyrir komuna og var virkilega gaman að sjá svona marga foreldra mæta hér í notalegheitin. Myndir frá deginum er hægt að skoða hér.

Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni hjá okkur í mánuðinum og hlökkum við til að deila fleiri myndum af því rétt fyrir jól en vonum að jólastressið fari ekki með ykkur í millitíðinni 🙂