Skólaráðsfundur 22.11.2021
Í dag var brotið blað í sögu Hlíðarskóla en þá fór fram fyrsti fundur skólaráðs Hlíðarskóla.
Hér fyrir neðan má sjá fundargerð.
Skólaráðsfundur Hlíðarskóla.
Mánudagur 22.11.2021 klukkan 12:40
Mættir: Valdimar (skólastjóri), Bibbi (fulltrúi kennara), Anton (fulltrúi annars starfsfólks), Lúkas (fulltrúi nemenda), Alla (fulltrúi nærumhverfis), Sigríður (fulltrúi foreldra)
Dagskrá
1. Farið yfir hlutverk skólaráðs, verkefni og fleira
Valdimar fór yfir hlutverk ráðsins. Það eiga að sitja 9 í ráðinu og þar af 2 foreldrar og 2 kennarar 1 annað starfsfólk, 2 nemendur, 1 fulltrúi í grennd og skólastjóri. Vegna smæðar skólans er horft í gegnum fingur sér með 2 fulltrúa og látið nægja að 1 fulltrúi hvers aðila sé í ráðinu.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins, það skal, auk skólastjóra, skipað fulltrúum foreldra, nemenda, kennara, annarra starfsmanna og fulltrúa grenndarsamfélags sem í okkar tilfelli er velunnari skólans og fyrrum starfsmaður.
Skólaráð fundar einu sinni á önn að minnsta kosti, eða þegar þörf er á. Hlutverk þess skv. lögum er að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann, að ræða og veita álit á málum eins og skólanámskrá, starfsáætlun, hvers kyns breytingum á skólahaldi, aðbúnaði og velferð nemenda, húsnæðis- og öryggismálum o.s.frv. Þá fjallar ráðið einnig um erindi frá ýmsum aðilum (t.d. skólanefnd, foreldrum, nemendaráði o.s.frv.) og veitir umsagnir ef þess er óskað. Skólaráð er því mikilvægur þáttur í því að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri og tryggja samráð við þá sem koma að málefnum skólans áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Nánari upplýsingar um skólaráð má finna hér.
http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2017/06/Handb%C3%B3k-um-sk%C3%B3lar%C3%A1%C3%B0.pdf
http://www.naustaskoli.is/static/files/fundargerdir_skolarad/baeklingur_skolarad_ub_.pdf
2. Rekstraráætlun fyrir næsta skólaár. Rekstraráætlun ekki tilbúin og verður kynnt síðar.
3. Breyting á skóladagatali. Stefnum á að færa litlu jól Hlíðarskóla frá 20. des til 17. des
Búið að nefna við foreldra og senda póst og óska eftir athugasemdum en engar hafa borist.
Breytingin borin undir skólaráð og samþykkt einróma.
4. Erindi frá nemendum í stofu 2 og stofu 4
Nemendur voru beðnir um að koma með sínar tillögur til úrbóta í skólanum. Margar tillögur komu fram og voru ræddar á fundinum.
Ýmislegt af því sem var stungið upp á kallar á að endurskipuleggja stofur og húsnæði. Ákveðið að taka fyrir á fundi á starfsdegi sem er á morgun 23.11.2021 og skoða útfærslumöguleika.
5. Endurbætur á skólalóð
Endurbætur á skólalóð ganga hægt. Loforð um úrbætur eru ekki uppfyllt en það þarf að halda áfram að ýta á þá sem eiga að sjá um framkvæmdir. Yfirbygging á porti í Skjaldarhúsi er á bið eftir Covid. Áhersla lögð á endurbætur á skólalóðinni.
6. Önnur mál.
Næsti fundur mánudaginn 14. mars klukkan 12:40.