Hrekkjavaka
Við héldum upp á hrekkjavökuna 31.október s.l. og tókst það einstaklega vel.
Starfsfólk og margir nemendur mættu í búningum sem setti skemmtilegan svip á daginn.
Dagurinn byrjaði á gæðastund en síðan tók alvaran við og fóru nemendur í gegnum draugahús. Nemendur gátur ráðið hvort þeir færu einir eða í fylgd með starfsmanni. Í morgunmatnum var boðið upp á grænan hafragraut ásamt því morgunkorni sem er yfirleitt í boði. Eftir morgunmatinn var spilað Bingo og farið í allskonar leiki. Eftir hádegismatinn var horft á hrekkjavöku bíómynd og var boðið upp á popp. Frábær dagur í alla staði.
Hér koma nokkrar myndir frá deginum.
Mynd úr draugahúsinu
Græni hafragrauturinn
Bingó
Hvar er valli?