Veðurspáin 15.nóvember

This image has an empty alt attribute; its file name is vedur-is-Vidvaranir-Vedurstofa-Islands-11-14-2024_04_40_PM.png

Á morgun er spáð norðanhvelli vegna norðvestan hvassviðris eða storms með snjókomu og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður eftir klukkan 14.00 samkvæmt Veðurstofunni eins og spár standa nú, seinnipart 14.nóv. Skóla lýkur hjá okkur klukkan 12.00 og er Skólahald áætlað á morgun.

Almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það í síma 414-7980 eða með tölvupósti á netfangið: erlam@akmennt.is.

Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Í slíkum tilvikum kemur tilkynning í útvarpi RÚV og Bylgjunnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta tilkynning sé birt kl.7.00 að morgni. Einnig kemur tilkynning hér á heimasíðu skólans auk þess sem umsjónarkennarar senda tölvupóst til foreldra og sett verður tilkynning á ClassDojo.

Röskun á skólastarfi

Vegna veðurútlits í dag, 7.nóvember, hefur verið tekin ákvörðun um að ljúka skóla klukkan 12.20.

Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 12.00 og má búast við að vindur verði 20-28 m/s og gætu hviður náð 40 m/s.
Nemendur verða keyrðir á stoppistöðvar þeirra að loknum hádegisverði.

Hrekkjavaka

Haldið var upp á hrekkjavöku með pompi og prakt 31.október. Nemendur skreyttu stofur sínar með köngulóarvef, draugum, afsöguðum höndum og öðru sem þeim þótti tilheyra.

Á hrekkjavöku er brugðið út frá hefðbundinni kennslu og boðið upp á annarskonar nám. Sú hefð hefur skapast að starfsfólk setur upp draugahús sem nemendum er boðið upp á að fara í að morgni hrekkjavöku. Að þessu sinni var draugahúsið sett upp í kjallara Skjaldarvíkurhótelsins og voru mismunandi þemu í hverju herbergi. Bjarki tónlistarkennari bjó til hrollvekjandi hljóðskrá sem spiluð var á meðan nemendur gengu um. Sumum þótti nógu ógnvænlegt að fara inn í þetta stóra hús sem stendur autt á skólalóðinni. Aðrir voru kokhraustir og sögðu þetta ekkert mál og þeim hefði ekkert brugðið. Þau sem vildu fengu fylgd í gegnum svæðið. Óhætt er að segja að draugahúsið hafi hitt í mark hjá flestum nemendum og höfðu öll gaman af, jafnt starfsfólk sem nemendur. Allt starfsfólk mætti í búningum og flestir nemendur að auki. Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir þau sem það vildu.

Krakkarnir fengu svo að kryfja þau dýra innyfli sem notuð voru í draugahúsinu í framhaldi af deginum.

Útikennsla

Í valtímum í haust hefur nemendum verið boðið upp á að velja útikennslu og hefur það mælst vel fyrir.

Nemendur hafa meðal annars verið að vinna að því að koma sér upp aðstöðu uppi í tréhúsi, sett upp hengirúm og nokkrar rólur auk þess sem vonir standa til að hægt verði að útbúa flotbryggju sem staðsett væri í sjónum hér í Skjaldarvíkinni.

Mikil og góð sköpun og óhætt að segja að krakkarnir hafi tekið vel til hendinni og lært heilan helling!

Ærslabelgur á skólalóðina

Einhver muna ef til vill eftir því að nemendur skólans efndu til áheitahlaups síðastliðið vor þar sem þau söfnuðu fyrir bættu útisvæði á skólalóðinni. Undirtektir voru góðar og söfnuðust rúmar 170.000 krónur.

Sveitafélagið kom til móts við krakkana og var ákveðið að fjárfesta í ærslabelg og setja hann á skólalóðina. Rétt fyrir snjókomu var svo loks komið að því að setja ærslabelginn niður og gátu nemendur skemmt sér á honum í nokkra daga áður en nauðsyn var að taka loftið úr honum aftur vegna slysahættu í frostinu.

Loft verður aftur sett í belginn þegar tækifæri myndast til þess.

Skólasetning Hlíðarskóla

Hliðarskóli verður settur fimmtudaginn 22. klukkan 10:00 í matsal skólans.

Nemendur fá stundatöflur sínar og tímaáætlun skólabílsins, ásamt því að símafrí grunnskóa Akureyrarbæjar verður kynnt.

Skólastjóri sendir tölvupóst með frekari upplýsingum til foreldra.

Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar

Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar mun taka í gildi í ágúst 2024. Í sáttmálanum felst eftirfarandi:

  • Í grunnskólum Akureyrarbæjar skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leið milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar.
    • Þetta á einnig við önnur snjalltæki sem trufla kennslu og einbeitingu (t.d. snjallúr)
  • Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum.
  • Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
  • Komi nemendur með síma í skólann, þá skulu nemendur setja símana í geymslu í læstum skápum. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.

Undantekningar

  • Símafrí nær ekki til skólaferðalags nemenda við lok 10. bekkjar. Hver skóli ber ábyrgð á því hvernig þeim reglum skuli hagað í samráði við áfangastað.
  • Nemendur sem þurfa á síma að halda v. heilsufarslegra ástæðna (t.d. vegna sykursýkismælinga) er leyfilegt að hafa síma á sér, en aðeins til notkunar í þeim tilgangi.

Viðbrögð við notkun síma í leyfisleysi

Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að:

A. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.

B. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

Við Ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.

 Í símalausu skólastarfi notar starfsfólk ekki síma sína á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.

Skólasetning 2018

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda Hlíðarskóla.

Þá er komið að byrjun nýs skólaárs en það hefst formlega með skólasetningu þriðjudaginn 21.08.2018 kl. 13.00

Allir nemendur koma á sama tíma og mun skólastjóri hafa nokkur orð í byrjun en síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennara í stofurnar þar sem farið verður m.a. í stundartöflur og rútuhringinn og tímasetningar tengdar honum.
Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 22.08.2018.

Viðurkenning fræðsluráðs Akureyrarbæjar

Í dag boðaði fræðsluráð Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta var í níunda sinn sem fræðslusvið stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Það er gaman að segja frá því að Ásbjörn Garðar nemandi í 5.bekk hlaut viðurkenningu fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.

Innilega til hamingju með viðurkenninguna Ásbjörn.

 

1 2