Hrekkjavaka í Hlíðarskóla 29.10.2021

Á morgun verður hrekkjavaka hjá okkur í Hlíðarskóla.

Nemendur sem treysta sér til verður boðið að fara í gegnum draugahús sem búið er að útbúa upp í skyldi.

Annað sem verður gert er að horfa á mynd, nemendur fá popp með myndinni og síðan munum við spila Bingo. Vegna hrekkjavökunnar að þá verður ekki sund á morgun heldur fer öll dagskráin fram hér í Hlíðarskóla.

Allir nemendur mega koma í búning á morgun og væri gaman að sjá sem flesta koma í búning.

Hlökkum til að eiga frábæran dag með nemendum okkar á morgun.

Göngudagurinn 24.08.2021

Á morgun verður hin árlegi göngudagur sem endar með grillveislu í Kjarnaskógi.

Það spáir mjög góðu veðri og því væri sniðugt að nemendur myndu taka með sér vatnsbrúsa að heiman til að hafa eitthvað að drekka á leiðinni.

Einnig er mikilvægt er að nemendur komi í þægilegum fötum og góðum gönguskóm.

Kv. Valdimar Heiðar Valsson

Skólastjóri Hlíðarskóla.

1 2 3 4