Ærslabelgur á skólalóðina

Einhver muna ef til vill eftir því að nemendur skólans efndu til áheitahlaups síðastliðið vor þar sem þau söfnuðu fyrir bættu útisvæði á skólalóðinni. Undirtektir voru góðar og söfnuðust rúmar 170.000 krónur.

Sveitafélagið kom til móts við krakkana og var ákveðið að fjárfesta í ærslabelg og setja hann á skólalóðina. Rétt fyrir snjókomu var svo loks komið að því að setja ærslabelginn niður og gátu nemendur skemmt sér á honum í nokkra daga áður en nauðsyn var að taka loftið úr honum aftur vegna slysahættu í frostinu.

Loft verður aftur sett í belginn þegar tækifæri myndast til þess.