Styrkur Norðurorku til samfélagsverkefna 2023

Hlíðarskóli fékk úthlutað styrk frá Norðurorku 26. janúar sl. og erum við afskaplega þakklát.

Alls bárust 125 umsóknir og var Hlíðarskóli einn af 58 verkefnum sem fengu styrk.

Hlíðarskóli er eini sérskóli Akureyrarbæjar og leggjum við  mikla áherslu á að nemendur okkar fá kennslu sem byggir á fjölbreytni og tekur tillit til mismunandi þarfa nemenda okkar.
Við munum því nota styrkinn til kaupa á búnaði til kennslu og sköpunar sem fylgir ekki hefðbundnu skólastarfi

Meðfylgjandi er frétt um styrkafhendinguna

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2023 | Norðurorka

Signý Valdimarsdóttir tekur hér við styrknum fyrir hönd Hlíðarskóla. Eyþór Björnsson, forstjóri hjá Norðurokru, afhendir.